Ferill 74. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 74 . mál.


Ed.

176. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á lánsfjárlögum fyrir árið 1989, nr. 12/1989.

Frá meiri hl. fjárhags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fengið til viðræðna Halldór Árnason, skrifstofustjóra í Fjárlaga- og hagsýslustofnun, Ingimund Friðriksson, forstöðumann alþjóðadeildar Seðlabanka Íslands, Gunnar Hilmarsson, formann stjórnar Atvinnutryggingarsjóðs útflutningsgreina, Guðmund Malmquist, forstjóra Byggðastofnunar, og Helga Bergs, formann stjórnar hlutafjársjóðs Byggðastofnunar.
    Halldór Árnason sat alla þá fundi er málið var rætt. Helgi Bergs, Gunnar Hilmarsson og Guðmundur Malmquist komu á einn fund, skýrðu sjónarmið sín og lögðu áherslu á nauðsyn þess að frumvarpið hlyti skjóta afgreiðslu. Ingimundur Friðriksson lagði fram gögn um erlendar lántökur ríkissjóðs og opinberra sjóða. Eftir að ríkisstjórnin heimilaði Byggðastofnun að taka 350 millj. kr. erlent lán í samráði við Seðlabanka Íslands og fór þess á leit við nefndina að breyting yrði gerð á frumvarpinu í samræmi við þá heimild kallaði nefndin Guðmund Malmquist aftur á sinn fund. Lagði hann þunga áherslu á að umrædd breyting yrði samþykkt og afgreiðslu málsins hraðað.
    Í ljósi þessa leggur meiri hl. til að frumvarpið verði samþykkt með breytingu sem flutt er tillaga um á sérstöku þingskjali.

Alþingi, 20. nóv. 1989.



Guðmundur Ágústsson,


Jóhann Einvarðsson,


Skúli Alexandersson.


form., frsm.


fundaskr.


Sveinn G. Hálfdánarson.